30. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 14. desember 2012 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:30
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:30
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:30

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 473. mál - vörugjöld og tollalög Kl. 08:30
Á fundinn komu Orri Hauksson og Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda, Andrés Magnússon og Haraldur Jónsson (Innes) frá Samtökum verslunar og þjónustu og Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir frá Landlækni.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 468. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 09:20
Málið rætt samhliða máli nr. 473 (vörugjöld og tollar).

Á fundinn komu Maríanna Jónasdóttir, Ingibjörg Helga Helgadóttir og Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Marínó Melsteð og Heiðrún Guðmundsdóttir frá Hagstofu Íslands og Ingvar Rögnvaldsson, Elín Alma Arthúrsdóttir og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá ríkisskattstjóra.

Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál. Kl. 10:15
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:15